Amanda áfram yfirþjálfari

Í síðustu viku var gengið frá ráðningu Amöndu Marie Ágústsdóttur sem yfirþjálfara hjá Sunddeild Selfoss.

Amanda kom til starfa hjá sunddeildinni síðasta vetur og var mikil ánægja með störf hennar. Á heimasíðu Umf. Selfoss kemur fram að það sé hugur í sundfólki sem hefur sett markið hátt á komandi tímabili.

Sundæfingar fara af stað á allra næstu dögum og verða nánari upplýsingar um æfingatíma birtar á heimasíðu félagsins.

Fyrri greinEiríkur ráðinn umsjónarmaður fasteigna og búnaðar
Næsta greinStórsigur Stokkseyringa í lokaumferðinni