Almir tryggði Rangæingum stig

Knattspyrnufélag Rangæinga tók á móti Einherja frá Vopnafirði í 3. deild karla í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 1-1.

Fyrri hálfleikur var markalaus en gestirnir komust yfir á 52. mínútu. Almir Cosic jafnaði svo fyrir KFR á 77. mínútu og fleiri urðu mörkin ekki.

KFR situr áfram í 8. sæti deildarinnar, nú með 14 stig, en Berserkir eru þar fyrir neðan í fallsæti með 13 stig.

Næsti leikur KFR er gegn botnliði Álftaness, næstkomandi laugardag, en með sigri þar fara Rangæingar langt með að tryggja sér áframhaldandi veru í 3. deildinni.

Fyrri greinÞöll í Reykholti fékk umhverfis-verðlaunin
Næsta greinFyrstu réttirnar verða 11. september