Allt í skrúfuna í seinni hálfleik

Eva Lind Elíasdóttir skoraði fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss fékk skell þegar ÍBV kom í heimsókn á Selfossvöll í dag í A-deild deildarbikarsins í knattspyrnu í dag.

Selfoss byrjaði mjög vel í leiknum og Eva Lind Elíasdóttir kom þeim yfir á 8. mínútu eftir góðan sprett upp hægri kantinn. Átta mínútum síðar skallaði Barbára Sól Gísladóttir boltann í netið eftir hornspyrnu og staðan var 2-0 í hálfleik.

Í seinni hálfleik fór hins vegar allt í skrúfuna hjá Selfyssingum og ÍBV skoraði tvö mörk á fyrstu tuttugu mínútunum. Á eftir fylgdu þrjú mörk í viðbót, það síðasta úr vítaspyrnu á 87. mínútu og lokatölur leiksins urðu 2-5.

Selfoss er í 5. sæti riðilsins með 3 stig en ÍBV re í 4. sæti með 4 stig.