Allt í járnum í fyrsta leik

Mílan og Haukar-U skildu jöfn þegar keppni hófst í Grill 66 deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur í Vallaskóla urðu 21-21.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en staðan í leikhléi var 12-12.

Atli Kristinsson var markahæstur hjá Mílunni með 7 mörk, Árni Guðmundsson skoraði 5, Gunnar Páll Júlíusson 4, Andri Hrafn Hallsson 2 og þeir Páll Bergsson, Rúnar Hjálmarsson og Trausti Magnússon skoruðu allir 1 mark.

Fyrri greinON og N1 opna hlöðu fyrir rafbíla á Hvolsvelli
Næsta greinSlasaður drengur við Strútsskála