Allt í járnum hjá ungmennaliðinu

Arnór Logi Hákonarson var markahæstur Selfyssinga með 6 mörk. Ljósmynd: Umf. Selfoss/ESÓ

Ungmennalið Selfoss mætti ungmennaliði Vals í Grill66-deild karla í handbolta í gærkvöldi.

Leikurinn var í járnum allan tímann og lítið sem skildi á milli og á endanum fór það svo að liðin skildu jöfn, 25-25. Staðan í leikhléi var 10-11.

Arnór Logi Hákonarson var markahæstur Selfyssinga með 6 mörk, Ísak Gústafsson, Elvar Elí Hallgrímsson og Árni Ísleifsson skoruðu allir 5 mörk, Tryggvi Sigurberg Traustason 2 og þeir Andri Dagur Ófeigsson og Haukur Páll Hallgrímsson skoruðu sitt markið hvor.

Selfoss-U er í 6. sæti Grill66-deildarinnar með 15 stig en Valur-U er í 4. sæti með 20 stig. Lokaumferð deildarinnar verður spiluð á föstudaginn en þá mæta Selfyssingar Haukum-U á útivelli.

Fyrri greinLið Byko sigrar Suðurlandsdeildina 2021
Næsta greinFækkar mikið í einangrun