Allt í járnum á Grýluvelli

Tobías Breiðfjörð Brynleifsson og Máni Snær Benediktsson gera sig gildandi upp við markið hjá Kríu. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar og Kría áttust við í hörkuleik í 4. deild karla í knattspyrnu á Grýluvelli í kvöld.

Gestirnir komust yfir á 10. mínútu en Máni Snær Benediktsson jafnaði fyrir Hamar á 37. mínútu.

Staðan var 1-1 í hálfleik og þar við sat því hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í seinni hálfleiknum, þar sem allt var í járnum, þrátt fyrir ágætar tilraunir beggja liða.

Hamar er áfram í 4. sæti deildarinnar, nú með 30 stig, þegar ein umferð er eftir. Möguleikar Hamars felast í því að Ýmir og Árborg misstígi sig á lokasprettinum en Hamar heimsækir svo Ými í lokaumferðinni.

Fyrri greinAndri og Bryndís bættu HSK-met á Akureyri
Næsta greinStórt útihús ónýtt eftir eldsvoða