Allt í járnum á Álftanesi

Karen Inga Bergsdóttir skoraði fyrir Hamar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar gerði 2-2 jafntefli við Álftanes í 2. deild kvenna í knattspyrnu á Bessastaðavelli í dag.

Álftanes komst í 2-0 í fyrri hálfleik og þannig stóðu leikar í hálfleik. Hamar svaraði hins vegar fyrir sig í seinni hálfleik.

Karen Inga Bergsdóttir minnkaði muninn á 54. mínútu og Íris Sverrisdóttir skoraði svo jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu fjórum mínútum fyrir leikslok.

Hamar er nú í 6. sæti deildarinnar með 11 stig en Álftanes er í 5. sæti með 17 stig.

Fyrri greinFjóla og Haukur íþróttafólk HSK 2019
Næsta greinFimm milljón króna framlag til Bíltæknimiðstöðvarinnar