Alls 23 sunnlenskir leikmenn í æfingahópum yngri landsliða

Selfoss á fimm leikmenn í hópnum sem allir eru í sterkum 2006 árgangi félagsins. (F.v.) Gísli Steinn, Unnar Örn, Birkir Máni, Birkir Hrafn og Sigurður Darri. Ljósmynd/Selfoss Karfa

Alls voru 23 sunnlenskir leikmenn valdir í æfingahópa yngri landsliða Íslands í körfubolta fyrir verkefni sumarið 2021.

Athygli vekur að Hrunamenn eiga sjö leikmenn í þessum hópi og slá þeir mörgum stærri félögum ref fyrir rass. Einnig eru sjö leikmenn frá Þór Þorlákshöfn, fimm frá Selfossi og fjórir frá Hamri.

Venjulega hafa yngri landsliðin æft á milli jóla og nýárs en í ljósi sóttvarnaráðstafana í ár verða leikmenn ekki boðaðir til æfinga heldur verða fjarfundir og fræðsla með þjálfurum og gestafyrirlesurum á milli jóla og nýárs.

Sunnlensku leikmennirnir eru:

U15 stúlkna
Anna Katrín Víðisdóttir · Hrunamenn

U15 drengja
Birkir Hrafn Eyþórsson · Selfoss
Birkir Máni Daðason · Hamar
Birkir Máni Sigurðarson · Selfoss
Falur Orri Benediktsson · Þór Þ.
Gísli Steinn Hjaltason · Selfoss
Lúkas Aron Stefánsson · Hamar
Sigurður Darri Magnússon · Selfoss
Tristan Máni Morthens · Hrunamenn
Unnar Örn Magnússon · Selfoss

U16 stúlkna
Ása Lind Wolfram · Hamar
Gígja Rut Gautadóttir · Þór Þ.
Helga María Janusdóttir · Hamar
Hildur Björk Gunnsteinsdóttir · Þór Þ.
Ingunn Guðnadóttir · Þór Þ.
Valdís Una Guðmannsdóttir · Hrunamenn

U16 drengja
Óðinn Freyr Árnason · Hrunamenn
Tómas Valur Þrastarson · Þór Þ.

U18 drengja
Aron Ragnarsson · Hrunamenn
Eyþór Árnason · Hrunamenn
Hringur Karlsson · Hrunamenn
Ísak Júlíus Perdue · Þór Þ.
Jónas Bjarki Reynisson · Þór Þ.

Fyrri greinÁstrós ráðin aðstoðarskólastjóri
Næsta greinHefja gjaldtöku á bílastæðinu við Reykjadal