Allir velkomnir á aðalfund

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Aðalfundur Körfuknattleiksfélags FSu verður haldinn miðvikudaginn 30. mars næstkomandi kl. 20:15 í Iðu, Tryggvagötu 25, Selfossi.

Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf, skv. lögum félagsins.

Jafnframt verður haldinn á sama stað kl. 20:00 framhaldsaðalfundur ársins 2015.

Á framhaldsaðalfundinum verða skoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.

Allir félagar og velunnarar félagsins eru hvattir til að mæta og kynna sér starfsemina og stöðu mála – og að láta sig varða stefnumótun félagsins til framtíðar.

Veitingar í boði.

Fyrri greinSunnlensku liðin sigruðu öll
Næsta greinKonur á vettvangi karla