Allir leikmenn Hamars komust á blað

Hamar vann skyldusigur á botnliði Ármanns í 1. deild karla í körfubolta í Frystikistunni í Hveragerði í kvöld, 111-71.

Hamar náði 25 stiga forskoti strax í 1. leikhluta og leiddi í leikhléi, 59-32. Munurinn jókst enn frekar í síðari hálfleik og að lokum skildu 40 stig liðin að, en allir leikmenn Hamars komust á blað í kvöld.

Hamar hefur 18 stig í 5. sæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir.

Tölfræði Hamars: Erlendur Stefánsson 21 stig/5 fráköst, Guðjón Guðjónsson 18 stig/9 fráköst, Hilmar Pétursson 10 stig, Björn Ásgeirsson 10 stig, Smári Hrafnsson 9 stig/7 stoðsendingar, Örn Sigurðarson 8 stig, Kristinn Ólafsson 8 stig/11 fráköst, Bjarki Friðgeirsson 8 stig, Oddur Ólafsson 6 stig/4 fráköst/6 stoðsendingar, Rúnar Ingi Erlingsson 6 stig, Arvydas Diciunas 4 stig/5 fráköst, Snorri Þorvaldsson 3 stig.

Fyrri greinBæjarfulltrúar tengiliðir hverfisráða
Næsta greinSamningur til eflingar íþróttastarfs barna og unglinga