Allir leggjast á eitt

Knattspyrnudeild Umf. Selfoss skrifaði undir styrktarsamninga við fjögur fyrirtæki á Selfossi á dögunum.

Samningarnir gilda út komandi keppnistímabil og tryggja knattspyrnudeildinni um 1,7 milljón króna í tekjur.

Fyrirtækin sem styrkja knattspyrnudeildina svo myndarlega eru Fasteignasalan Staður, Innréttinga- og gluggasmiðjan Selós, Bókhaldsskrifstofan Bakki og Kaffi Krús.

Á myndinni eru (f.v.) Elvar Gunnarsson frá Stað, Guðbrandur Einarsson frá Selós, Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildarinnar, Hjalti Þorvarðarson frá Bakka og Þórunn Guðmundsdóttir frá Kaffi Krús.