Allir geta hlaupið þann 1. maí

Ljósmynd/Stúdíó Sport

Stúdíó Sport hlaupið er hlaup sem hlaupahópurinn Frískir Flóamenn heldur í samstarfi við verslunina Stúdíó Sport á Selfossi þann 1. maí.

Skráning er í fullum gangi á hlaup.is en hlaupið er fyrir alla, unga sem aldna, byrjendur og lengra komna!

Vegalengdir
Keppt er í tveimur vegalengdum, 5 km og 10 km. Brautin er flöt og því vænleg til góðra afreka og hafa margir hlauparar náð sínum bestu tímum í hlaupum á Selfossi. Mæting og endamark er við verslunina Stúdíó Sport, Austurvegi 9 þar sem afhending keppnisgagna fer fram en ræst verður á Kirkjuvegi, rétt vestan við nýja miðbæinn. Allar vegalengdir eru löglega mældar og mun framkvæmd hlaupsins taka mið af reglum FRÍ um framkvæmd götuhlaupa.

Huppu-hlaup fyrir krakkana
Samhliða Stúdíó Sport hlaupinu verður boðið upp á Huppu-krakkahlaupið. Um er að ræða 500 m hlaup/skemmtiskokk fyrir hressa og káta krakka, 12 ára og yngri. Allir mega hlaupa með þeim yngri án þess að vera skráðir. Ræsing í hlaupið er kl. 12 við verslunina Stúdíó Sport og allir skráðir þátttakendur fá þátttökuverðlaun. Skráning í Huppu-krakkahlaupið fer fram í versluninni Stúdíó Sport í dag, föstudag frá kl. 10-18 og á morgun, laugardag frá kl. 10-16.

Fyrri greinTengi og Selfoss taka saman höndum
Næsta greinTveir Íslandsmeistaratitlar á Selfoss