Alfredo kemur heim

Alfredo Ivan Arguello. Ljósmynd/Selfoss

Miðjumaðurinn Alfredo Ivan Arguello hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Alfredo spilaði síðast með yngri flokkum Selfoss sumarið 2016 en síðan þá hefur hann leikið með Fylki, Elliða, Stokkseyri, Árborg og nú síðast Árbæ.

Alfredo er 24 ára gamall og fæddur í Paragvæ en hann kom til Íslands árið 2012, nánar tiltekið á Selfoss þar sem hann hóf að æfa knattspyrnu með yngri flokkum félagsins

Alfredo, sem er að upplagi kantmaður, hefur æft með meistaraflokki Selfoss í allan vetur og staðið sig með prýði en hann getur leyst ýmsar stöður á vellinum.

Fyrri greinBanaslys á Suðurlandsvegi
Næsta greinYfir 130 bætingar á HSK mótum helgarinnar