Alfreð snýr aftur

Ljósmynd/Knattspyrnudeild Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur ráðið Alfreð Elías Jóhannsson inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla, sem leikgreinandi fyrir liðið.

Hlutverk leikgreinanda er að styðja við þjálfarateymið með faglega greiningu á eigin liði, leikmönnum og andstæðingum, með það að markmiði að auka árangur og bæta frammistöðu.

Selfyssingar þekkja Alfreð vel frá tíma hans með kvennaliðið en hann stýrði liðinu þegar liðið vann Mjólkurbikarinn sumarið 2019.

Fyrri greinVallaskóli sigraði annað árið í röð
Næsta greinMiðflokkurinn fengi fjóra þingmenn í Suðurkjördæmi