Alexandra Eir kylfingur ársins hjá GOS

Alexandra Eir Grétarsdóttir var útnefnd kylfingur ársins á aðalfundi Golfklúbbs Selfoss í gærkvöldi.

Alexandra er frábær íþróttamaður sem er búin að ná frábærum árangri og miklum framförum á þessu ári enda gríðarlega duglega við æfingar.

Þess ber að geta að Alexandra er fyrst kvenna í GOS til að vera valin kylfingur ársins. Hún fékk einnig Háttvísibikar GSÍ afhentan á aðalfundinum.

Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir framfarir og ástundun. Nokkrir kylfingar fengu slíkar viðurkenningar, þau Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Þóranna Ýr Guðgeirsdóttir, Petra Grétarsdóttir, Sverrir Óli Bergsson og Heiðar Snær Bjarnason.

Aron Emil Gunnarsson var valinn efnilegasti unglingurinn þetta árið en Aron er mjög efnilegur eins og margir aðrir í hans flokki.

Heiðrún Anna Hlynsdóttir fékk síðan viðurkenningu fyrir mesta lækkun á forgjöf hjá GOS 2014, en Heiðrún lækkaði úr 35,9 í 18,3 og geri aðrir betur.

Fyrri greinVarúðarráðstafanir vegna veðurs
Næsta greinNámsráðgjafa stolið af föngum