Alexander varði allt sem að kjafti kom

Alexander Hrafnkelsson var með 54% markvörslu í kvöld og skoraði þrjú mörk að auki. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ungmennalið Selfoss vann góðan sigur á ungmennaliði Fram í Grill 66 deild karla í handbolta á Selfossi í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn var jafn en Selfoss leiddi 14-12 í hálfleik. Í seinni hálfleik voru heimamenn mun ákveðnari og sigruðu að lokum með fimm marka mun, 27-22.

Tryggvi Sigurberg Traustason var markahæstur Selfyssinga með 9/3 mörk, Guðjón Baldur Ómarsson skoraði 7, Elvar Elí Hallgrímsson 5, VIlhelm Freyr Steindórsson 2 og þeir Andri Dagur Ófeigsson, Sigurður Snær Sigurjónsson, Gunnar Flosi Grétarsson og Grímur Bjarndal Einarsson skoruðu allir 1 mark.

Alexander Hrafnkelsson átti stórleik í marki Selfoss en hann varði 25/2 skot og var með 53% markvörslu. 

Selfoss-U er í 6. sæti deildarinnar með 8 stig en Fram-U er á botninum án stiga.

Fyrri greinFyrirtæki og stofnanir á Hornafirði skrifuðu undnir loftlagsyfirlýsingu
Næsta greinRíkisstjórnin styrkir afsteypu af Afrekshug