Alexander til liðs við Framara

Alexander kominn í Frambúninginn. Ljósmynd/Fram

Selfyssingurinn Alexander Már Egan hefur gert tveggja ára samning við handknattleiksdeild Fram.

„Ég er gríðarlega ánægður með að ganga til liðs við Fram. Þetta er klúbbur með mikla sögu sem er á leið í nýja, glæsilega aðstöðu. Ég er spenntur að fá að taka þátt í því,“ segir Alexander.

Alexander hefur góða reynslu úr efstu deild með Selfyssingum og varð meðal annars Íslandsmeistari með liðinu árið 2019. Á síðasta tímabili skoraði hann 52 mörk í 27 leikjum fyrir Selfoss.

Fyrri greinUmferðarslys að Fjallabaki
Næsta greinÞórsarar í Evrópukeppnina