Alexander og Eric Máni Íslandsmeistarar

Alexander t.v. á verðlaunapallinum ásamt þeim Eið Orra Pálmarssyni og Víði Tristan Víðissyni. Ljósmynd/UMFS

Sjötta og jafnfram síðsta umferð Íslandsmótsins í motocross fór fram í Mosfellsbæ í lok ágúst. Alexander Adam Kuc og Eric Máni Guðmundsson, úr motocrossdeild Umf. Selfoss, tryggðu sér báðir Íslandsmeistaratitil á mótinu.

Rúmlega 70 keppendur voru skráðir til leik sem var met þáttaka þetta sumarið en að þessu sinni átti Ungmennafélag Selfoss fjóra keppendur.

Eric Máni í miðjunni ásamt Alex Þór Einarssyni og Katli Eggertssyni. Ljósmynd/UMFS

Alexander MX1 flokkinn og Eric Máni sigraði MX2 flokkinn og tryggðu þeir sér þar með Íslandsmeistaratitlana í þessum flokkum. Þess má geta að þetta er annar Íslandsmeistarartitill Alexanders og fimmti Íslandsmeistarartitill Erics Mána.

Ásta Petrea Hannesdóttir var að taka þátt í sinni fyrstu keppni þetta sumarið og sigraði hún í kvennaflokki og Sindri Steinn Axelsson varð í fimmta sæti í flokknum MX2.

Ásta Petrea í miðið ásamt Kristínu Axelsdóttur og Evu Karen Jóhannsdóttur. Ljósmynd/UMFS
Fyrri greinGunnhildur útnefnd sveitarlistamaður Rangárþings eystra
Næsta greinRéttað í endurbyggðum Klausturhólaréttum