Alexander Íslandsmeistari í unglingaflokki

Alexander Adam Kuc. Ljósmynd: Umf. Selfoss

Fjórða og síðasta umferð Íslandsmeistaramótsins í motocross fór fram á dögunum í Bolöldu í Ölfusi.

Alexander Adam Kuc, Umf. Selfoss, sigraði örugglega í unglingaflokki með fullt hús stiga eftir sumarið og landaði þar með Íslandsmeistaratitlinum. Hann lenti í þriðja sæti í flokknum MX2 sem skilaði honum líka í þriðja sæti í þeim flokki til Íslandsmeistara. Eric Máni Guðmundsson, Umf. Selfoss, varð í fyrsta sæti í unglingaflokk yngri.

Þess má geta að Alexander Adam var á dögunum valinn sem varamaður í íslenska landsliðið í mótokross sem keppir á Motocross of Nations lok september í Mantova á Ítalíu. Undirbúningur fyrir mótið er í fullum gangi.

Fyrri greinHilmar og Thelma sigruðu í Kastþraut Óla Guðmunds
Næsta greinMyndlistarnemar sýna í Listagjánni