Alexander Hrafnkelsson framlengir

Alexander Hrafnkelsson verður hluti af öflugu markmannsteymi Selfoss í vetur. Ljósmynd: Umf. Selfoss/ÁÞG

Markmaðurinn Alexander Hrafnkelsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára.

Alexander er ungur og efnilegur markmaður og hefur staðið sig gríðarlega vel bæði með meistaraflokki og U-liði Selfoss síðastliðin tímabil.

Í tilkynningu frá handknattleiksdeildinni segir að þar á bæ séu menn gríðarlega ánægðir með að Alexander skuli framlengja og verður gaman að fylgjast með honum og strákunum í Olísdeildinni í vetur.

Fyrri greinGerald Robinson á Selfoss
Næsta greinSnæfríður synti á nýju Íslandsmeti