Alexander framlengir við Selfoss

Alexander Hrafnkelsson átti stórleik í marki Selfoss. Ljósmynd: Umf. Selfoss / ÁÞG

Alexander Hrafnkelsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss.

Alexander er ungur og efnilegur markmaður og hefur staðið sig gríðarlega vel í yngri flokkum og með U-liði Selfoss síðastliðið tímabil.

Alexander mun því skipa öflugt markmannsteymi meistaraflokks karla í vetur ásamt þeim Sölva Ólafssyni og Einari Baldvini Baldvinssyni. Þeir þrír verða undir handleiðslu Gísla Rúnars Guðmundssonar, markmannsþjálfara liðsins.

Fyrri greinCvitkovac skoraði úr útsparki
Næsta greinMagnað myndband frá Jónasi Sig