Alexander framlengir til tveggja ára

Alexander Már Egan. Ljósmynd/Aðsend

Örvhenti hornamaðurinn Alexander Már Egan hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára.

Alexander er uppalinn Selfyssingur og spilaði sinn 100. leik fyrir félagið nú á dögunum.

Í tilkynningu frá handknattleiksdeildinni kemur fram að þar á bæ séu menn gríðarlega ánægðir með að Alexander skuli framlengja við félagið og verður hann áfram einn af lykilmönnum liðsins.

Fyrri greinUmferðartafir við Eystri-Rangá
Næsta greinSjaldheyrt flamenco í Tryggvaskála