Alex Alugas í Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska sóknarmanninn Alex Alugas og mun hún leika með liði Selfoss í 1. deild kvenna út sumarið.

Alugas er 23 ára en hún lék með Sindra á Hornafirði í 1. deildinni í fyrra áður en hún gekk í raðir FH í Pepsi-deildinni.

Hún skoraði sjö mörk í sex leikjum fyrir Sindra og þrjú mörk í níu leikjum fyrir FH og var markahæsti leikmaður beggja liða á síðasta tímabili.

Félagaskiptaglugginn hjá KSÍ opnar á laugardag og verður Alugas því væntanlega komin með leikheimild fyrir stórleikinn gegn HK/Víkingi á Selfossi á sunnudaginn.

Fyrri greinÁfram góð veiði í Veiðivötnum
Næsta greinTvær konur villtar á Fimmvörðuhálsi