Aldrei hætta hjá Hrunamönnum

Karlo Lebo skoraði 12 stig fyrir Hrunamenn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hrunamenn unnu stórsigur á Fjölni á heimavelli á Flúðum í kvöld í 1. deild karla í körfubolta. Lokatölur urðu 108-74.

Hrunamenn byrjuðu af krafti, spiluðu frábæra vörn og leiddu 22-9 eftir 1. leikhluta. Sigurinn var aldrei í hættu því staðan var orðin 62-36 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var jafnari en gestirnir náðu aldrei að ógna heimamönnum.

Karlo Lebo var stigahæstur Hrunamanna með 23 stig og 11 fráköst og Clayton Ladine skoraði 21. Kent Hanson skoraði 19 stig, Eyþór Orri Árnason 16 og Þórmundur Hilmarsson 11. Yngvi Freyr Óskarsson og Orri Ellertsson skoruðu báðir 8 stig og Yngvi tók 10 fráköst að auki.

Hrunamenn lyfta ser upp á efri hluta töflunnar með sigrinum, hafa 4 stig en flestöll liðin í deildinni eiga leik til góða á þá.

Fyrri greinMeistararnir unnu nýliðana örugglega
Næsta greinKostir Suðurlands kynntir á Vestnorden