Akureyrarþema í bikarnum

Nökkvi Dan Elliðason og félagar mæta Þór Ak á útivelli. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar og Akureyringar eigast við í 16-liða úrslitum karla og kvenna í bikarkeppni HSÍ en dregið var í hádeginu í dag.

Karlalið Selfoss mætir Þór Akureyri á útivelli en kvennaliðið fær Olísdeildarlið KA/Þórs í heimsókn í Hleðsluhöllina.

Þá mætir karlalið Mílunnar ÍR í Hleðsluhöllinni.

Sextán liða úrslitin hjá konunum verða spiluð í kringum 6. nóvember en leikirnir hjá körlunum í kringum 21. nóvember.

Bikardrátturinn í heild leit svona út:

 • 16-liða Coca Cola bikars karla:
  Stjarnan – HK
  Haukar – Valur
  Grótta – FH
  Afturelding – KA
  Þróttur – ÍBV
  Fjölnir – Fram
  Mílan – ÍR
  Þór – Selfoss
 • 16-liða Coca Cola bikars kvenna:
  Selfoss – KA/Þór
  Haukar – ÍBV
  HK – Afturelding
  Fylkir – Fjölnir
  ÍR – Grótta
  Víkingur – FH
  Stjarnan – Fram
Fyrri greinHvað geta viðbragðsaðilar í borginni lært af dreifbýlinu?
Næsta greinFyrsti sigur Þórsara