Akureyrar-Þórsarar höfðu betur

Ljósmynd/Hamar-Þór

Hamar-Þór heimsótti Þór Akureyri í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 81-61, Akureyrar-Þórsurum í vil.

Sóknarleikur Hamars-Þórs var lengi í gang í kvöld og heimakonur voru komnar með ágætt forskot, 23-9, snemma í 2. leikhluta. Hamar-Þór náði að minnka muninn í 41-25 fyrir hálfleik og munurinn var kominn niður í þrettán stig snemma í 3. leikhluta. Þá tók Þór Ak aftur við sér og hélt þeim sunnlensku í hæfilegri fjarlægð allt til leiksloka.

Jenna Mastelloni var stigahæst í liði Hamars-Þórs með 33 stig og 6 fráköst.

Hamar-Þór er í 7. sæti deildarinnar mð 7 stig en Þór Ak er í 2. sæti með 6 stig.

Tölfræði Hamars-Þórs: Jenna Mastellone 33/6 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 8, Emma Hrönn Hákonardóttir 5/6 fráköst, Gígja Rut Gautadóttir 4, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 3, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 3, Anna Katrín Víðisdóttir 2, Helga María Janusdóttir 2, Stefania Osk Olafsdottir 1, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 4 fráköst.

Fyrri greinGul viðvörun: Norðan stormur á sunnudag
Næsta greinFyrsti sigur Hrunamanna – Hamar tapaði naumlega