AÍFS styrkir Umhyggju

Í sumar hélt Akstursíþróttafélag Suðurnejsa torfærukeppni í samstarfi við Bílar&Hjól í Jósepsdal í Ölfusi þar sem hluti af ágóða aðgöngumiða rann til góðgerðarmála.

Fjöldinn allur af fyrirtækum kom að þessu verkefni og gaf vinnu sína við þetta og má þar telja handahafa námunar og einnig Ingileif Jónsson verktaka sem að lánaði gröfur og tæki til verkefnisins. Gámafélagið lánaði salernisaðstöðu og einnig kom Björgunarsveitin Suðurnes að verkinu líka og fjöldi fyrirtækja gaf veglegan afslátt sem að gerði þetta kleift.

Ákveðið var að styrkja Umhyggju, félag langveikra barna, og nú á dögunum afhenti Henning Ólafsson, formaður AÍFS, Umhyggju 406 þúsund krónur sem að var hluti af ágóða keppninar.

AÍFS vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem sóttu keppnina og einnig þeirra sem gáfu sitt framlag til verkefnisins. Vonast stjórn AÍFS eftir að geta endurtekið leikinn næsta sumar.

Keppendur og starfslið þeirra fá einnig þakkir en þess má geta að Benedikt Sigfússon á Hlunknum sigraði keppnina í sérútbúna flokknum og Jón V. Gunnarsson í götubílaflokki.

Fyrri greinÁtta Hamarskonur unnu öruggan sigur
Næsta greinÞór á toppnum í D-riðli