Áhugaverðir leikir í bikarnum

Þórsarar mæta Haukum á útivelli. Ljósmynd/Þór Þ.

Í dag var dregið í 1. umferð bikarkeppni karla í körfubolta og fá sunnlensku liðin áhugaverða andstæðinga.

Þór Þorlákshöfn mætir Haukum á útivelli og er það eini leikurinn í 1. umferðinni þar sem tvö lið úr úrvalsdeildinni mætast.

Hamar, sem leikur í 1. deildinni, fær úrvalsdeildarlið Grindavíkur í heimsókn og Selfyssingar, sem einnig leika í 1. deildinni, mæta úrvalsdeildarliði Tindastóls í Gjánni á Selfossi. Þjálfari Tindastóls er Baldur Þór Ragnarsson frá Þorlákshöfn.

Leikirnir fara fram helgina 2.-4. nóvember.

Fyrri greinFimm Selfyssingar í landsliðinu – Ómar meiddur
Næsta greinNýi vegkaflinn opnaður í lok mánaðarins – Tafir á næstu dögum