Áhlaup á elleftu stundu gerði út um leikinn

Emma Hrönn Hákonardóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar/Þór varð af mikilvægum stigum í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið heimsótti KR í Frostaskjólið.

Það var mikið skorað í leiknum og staðan eftir 1. leikhluta var 27-33, Hamri í vil. KR-ingar svöruðu fyrir sig í 2. leikhluta og minnkuðu muninn í 51-52. Seinni hálfleikurinn var jafn en í 4. leikhluta hafði KR frumkvæðið og þær gerðu endanlega út um leikinn með góðu 13-3 áhlaupi á síðustu fjórum mínútum leiksins. Lokatölur urðu 100-92.

Jenna Mastellone og Emma Hrönn Hákonardóttir áttu stórleik fyrir Hamar/Þór. Jenna skoraði 33 stig, tók 7 fráköst og sendi 7 stoðsendingar og Emma skoraði 26 stig og tók 12 fráköst.

Staðan í deildinni er þannig að Hamar/Þór er í 5. sæti með 18 stig en KR er í 4. sæti með 20 stig.

KR-Hamar/Þór 100-92 (27-33, 24-19, 22-20, 27-20)
Tölfræði Hamars/Þórs: Jenna Mastellone 33/7 fráköst/7 stoðsendingar, Emma Hrönn Hákonardóttir 26/12 fráköst, Yvette Adriaans 15/9 fráköst, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 6, Helga María Janusdóttir 5/4 fráköst, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 4, Gígja Rut Gautadóttir 3.

Fyrri greinAftur tapar Hamar
Næsta greinÞung staða á HSU