Ágúst: Vorum með hjartað í buxunum

"Þetta hafði ekkert með getu í körfubolta að gera hér í kvöld. Liðið sem vildi meira vinna leikinn vann leikinn og KR átti sigurinn virkilega skilið," sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars í leikslok.

„Ég fría mig ekki af því að það vantaði stemmninguna hjá okkur í kvöld. Við spiluðum með hjartanu í síðasta leik en í kvöld vorum við með hjartað í buxunum. Það er grátlegt að tapa þessu fyrir fullu húsi á heimavelli eftir að hafa átt fínan leik síðast. En við eigum eftir að koma hingað aftur og vonandi svíkjum við stuðningsmenn okkar ekki þá og spilum af eðlilegri getu,” sagði Ágúst að lokum.

Fyrri greinKarfa: Jafnt í einvígi Hamars og KR
Næsta greinMikill viðbúnaður við Pizza Islandia