Ágúst besti þjálfarinn

Rétt eins og í fyrri hlutanum var Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, valinn besti þjálfari seinni hluta Iceland Express-deildar kvenna í körfubolta.

Hamarskonan Kristrún Sigurjónsdóttir er einn af fimm leikmönnum úrvalsliðs seinni umferðarinnar. Hinar fjórar eru Margrét Kara Sturludóttir, KR, Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Haukum og Jacquline Adamschick, Keflavík, en hún var valin besti leikmaður seinni umferðanna.