Aftur tapar Hamar

Kristján Valdimarsson, leikmaður Hamars. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamarsmenn, sem varla hafa tapað hrinu síðustu mánuðina, töpuðu öðrum leiknum í röð í úrvalsdeild karla í blaki í kvöld, þegar Afturelding kom í heimsókn í Frystikistuna í Hveragerði.

Hamar tapaði gegn KA í síðustu umferð og það var strax ljóst í kvöld að Afturelding ætlaði ekki að sýna toppliðinu neina miskunn.

Fyrsta hrinan var hörku spennandi og þurfti upphækkun til að knýja fram úrslit. Að lokum hafði Hamar sigur 33-31. En þar með var blaðran sprungin og Afturelding vann næstu hrinur 22-25, 17-25 og 14-25 og leikinn þar með 4-1.

Þrátt fyrir tvö töp í röð halda Hamarsmenn toppsætinu með 25 stig og tveggja stiga forystu á Aftureldingu en Hamar á einn leik til góða.

Fyrri greinHvellurinn kostaði 90 milljónir króna
Næsta greinÁhlaup á elleftu stundu gerði út um leikinn