Aftur fékk Selfoss sjö mörk á sig

Katrín Ágústsdóttir skoraði fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss tapaði stórt þegar liðið hélt norður fyrir heiðar og mætti Þór/KA í Boganum á Akureyri í A-deild Lengjubikarsins í dag.

Katla María Þórðardóttir kom Selfyssingum yfir á 18. mínútu en Þór/KA jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks og staðan var 1-1 í leikhléi.

Þór/KA komst yfir með marki úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks og um hann miðjan varð algjört hrun hjá Selfyssingum og Þór/KA skoraði fjögur mörk á átta mínútna kafla. Sjöunda mark Þórs/KA kom á 86. mínútu og Katrín Ágústsdóttir skoraði svo sárabótarmark fyrir Selfoss í uppbótartímanum, lokatölur 7-2.

Annan leikinn í röð fengu Selfyssingar sjö mörk á sig, en liðið tapaði 7-1 gegn Val í síðustu umferð.

Fyrri greinBanaslys í Ásahreppi
Næsta greinÁrborg með annan fótinn í undanúrslit