Áfram ósigraðar á toppnum

Arna Kristín Einarsdóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss vann öruggan sigur á HK í 5. umferð 1. deildar kvenna í handbolta í dag. Lokatölur í Kórnum urðu 21-32 og er Selfossliðið enn með fullt hús stiga í toppsæti deildarinnar.

Selfyssingar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var 11-19. Þær sunnlensku slógu aðeins af í seinni hálfleiknum en forskot þeirra var öruggt allan tímann og að lokum unnu þær með ellefu marka mun.

Arna Kristín Einarsdóttir var markahæst Selfyssinga með 8 mörk, Perla Ruth Albertsdóttir skoraði 5, Harpa Valey Gylfadóttir, Katla María Magnúsdóttir og Rakel Guðjónsdóttir skoruðu allar 4 mörk, Tinna Sigurrós Traustadóttir og Adela Eyrún Jóhannsdóttir 2 og þær Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir, Hulda Hrönn Bragadóttir og Katla Björg Ómarsdóttir skoruðu allar 1 mark.

Fyrri grein„Komið að mér að gefa til baka“
Næsta grein„Meiri karakter með rófunum“