Afmælishátíð á Laugalandi

Íþróttafélagið Garpur fagnar tvítugsafmæli sínu í ár og af því tilefni mun félagið standa fyrir afmælishátíð í íþróttasalnum á Laugalandi í dag kl. 14.

Á afmælishátíðinni verður stiklað á stóru í sögu félagsins, gamlar kempur heiðraðar, dúndrandi tískusýning á tímalausum Garpsbúningum og sagan rifjuð upp með gömlum gripum.

Einnig verða leikir og létt gaman og kaffi og með því.

Garpur ætlar að leysa gesti sína út með gjöfum og gefa öllum íþróttabarmmerki. Einnig verða til sölu félagsmerki sem gaman er að skreyta jakkann sinn með.

Garpsfélagar hlakka mikið til og vona innilega að sem allra felstir sjái sér fært að gleðjast með þeim á þessum degi.

Fyrri greinTrönuspjall í Svartakletti
Næsta greinHarður árekstur í Þorlákshöfn