Afmælisbarnið tryggði stigin

Ægismenn tryggðu sér gríðarlega mikilvæg stig með því að leggja Létti að velli í toppbaráttu A-riðils 3. deildar karla í gærkvöldi, 0-1.

Leikurinn var í járnum allan tímann en það var afmælisbarnið Ivan Razumovic sem skoraði markið með föstum skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu á 30. mínútu. Þetta reyndist eina mark leiksins þó að bæði lið hafi fengið góð færi til að bæta við.

Ægir er nú í 2. sæti riðilsins með 22 stig, jafnmörg stig og Berserkir sem sitja á toppnum með fleiri mörk skoruð. Sindri er í 3. sæti með 20 stig og á leik til góða.