Afleitur lokakafli Þórsara

Halldór Garðar Hermannsson skoraði 7 stig og sendi 9 stoðsendingar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn hefur verið á góðu skriði í úrvalsdeild karla í körfubolta að undanförnu en liðið lenti á vegg í kvöld þegar ÍR kom í heimsókn.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Þórsarar voru yfir í leikhléi, 40-38. Spennan hélt áfram í 3. leikhluta þar sem ÍR-ingar náðu frumkvæðinu og í lokafjórðungnum gekk ekkert upp hjá Þórsurum.

Þór leiddi 65-61 þegar tæpar átta mínútur voru eftir af leiknum en þá var ballið búið og þeir grænu skoruðu aðeins tvö stig á síðustu átta mínútum leiksins. ÍR gerði 20-2 áhlaup og sigraði að lokum, 67-81.

Tölfræði Þórs: Halldór Garðar Hermannsson 31/5 stoðsendingar, Marko Bakovic 20/19 fráköst, Dino Butorac 8/6 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 5, Emil Karel Einarsson 3, Ísak Júlíus Perdue 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.