Ævar með tvöfalda þrennu gegn Afríku

Ævar Már Viktorsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Knattspyrnufélag Rangæinga heimsótti Afríku á Leiknisvöllinn í Breiðholti í 5. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Ævar Már Viktorsson var maður kvöldsins í 2-8 sigri KFR en hann skoraði þrennu og lagði upp þrjú mörk til viðbótar.

Rangæingar fóru vel af stað í kvöld, Hjörvar Sigurðsson braut ísinn strax á 3. mínútu og strax í kjölfarið fylgdu svo tvö mörk frá Ævari. Hann dreif sig í að klára þrennuna með fjórða marki KFR á 25. mínútu. Afríka minnkaði muninn á 35. mínútu en strax í næstu sókn kom Helgi Valur Smárason KFR í 1-5 og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Mörkin komu áfram á færibandi í seinni hálfleik. KFR breytti stöðunni í 2-5 strax á 48. mínútu en Helgi Valur og Heiðar Óli Guðmundsson voru fljótir að koma KFR í 2-7. Rúnar Þorvaldsson innsiglaði svo 2-8 sigur með marki á 72. mínútu.

KFR þaut upp töfluna með sigrinum en liðið er í 2. sæti B-riðils með 18 stig á meðan Afríka er á botninum án stiga.

Fyrri greinBanaslys á Laugarvatnsvegi
Næsta greinSlasaður knapi fluttur með þyrlu á sjúkrahús