Ægismönnum skellt niður á jörðina

Bjarki Rúnar Jónínuson komst ekki á blað frekar en aðrir Ægismenn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir fékk heldur betur skell gegn Njarðvík í uppgjöri toppliðanna í 2. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Liðin mættust í Njarðvík og þar stýrðu heimamenn umferðinni frá A-Ö.

Njarðvík komst í 4-0 í fyrri hálfleik og þrátt fyrir fimm skiptingar á fyrsta korterinu í seinni hálfleik tókst Nenad Zivanovic, þjálfara Ægis, ekki að hressa upp á liðið sitt. Njarðvíkingar bættu við tveimur mörkum um miðjan seinni hálfleikinn og lokatölur urðu 6-0.

Ægir er nú í 2. sæti deildarinnar með 19 stig og þar fyrir neðan er Þróttur með 16 stig og leik til góða. Njarðvíkingar sitja öruggir í toppsætinu með 22 stig.

Fyrri greinFéll niður rútutröppur og slasaðist á höfði
Næsta greinVeisla í 4. deildinni í kvöld