Ægismenn tryggðu sér stig undir lokin

Anton Breki Viktorsson skoraði fyrir Ægi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægismenn gerðu 1-1 jafntefli við topplið Hattar/Hugins á Þorlákshafnarvelli í 3. deild karla í knattspyrnu í dag.

Leikurinn var jafn og spennandi en það voru gestirnir að austan sem voru fyrri til að skora. Pablo Garcia kom þeim yfir á 21. mínútu og það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.

Seinni hálfleikurinn var mjög fjörugur og fóru átta gul spjöld á loft í honum. Ægismenn reyndu hvað þeir gátu að finna jöfnunarmarkið og stíflan brast loksins á 83. mínútu þegar Stefan Dabetic kom boltanum í netið. Lokatölur 1-1.

Þegar keppni í 3. deildinni er hálfnuð eru Ægismenn í 6. sæti með 17 stig en Höttur/Huginn er í toppsætinu með 23 stig.

Fyrri greinKIA Gullhringurinn í beinni útsendingu
Næsta greinKIA Gullhringurinn: Úrslit og myndir