Ægismenn töpuðu heima

Anton Breki Viktorsson skoraði tvívegis fyrir Ægi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir tapaði 1-3 þegar liðið fékk Elliða í heimsókn til Þorlákshafnar í 3. deild karla í knattspyrnu í dag.

Elliði komst yfir á 14. mínútu leiksins og reyndist það eina mark fyrri hálfleik. Anton Breki Viktorsson jafnaði metin fyrir Ægi á 62. mínútu, nýkominn inná sem varamaður.

Gestirnir úr Árbænum voru sterkari á lokakaflanum, skoruðu tvívegis og tryggðu sér 1-3 sigur.

Með sigrinum fór Elliði uppfyrir Ægi á töflunni, Elliði er nú í 4. sæti með 8 stig en Ægir er í 6. sæti með 6 stig.

Fyrri greinBrautarmetið slegið í KIA Gullhringnum
Næsta greinElín Krista áfram á Selfossi