Ægismenn sterkir á heimavelli

Stefan Dabetic. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægismenn unnu góðan sigur á Haukum í 2. deild karla í knattspyrnu í Þorlákshöfn í kvöld.

Stefan Dabetic kom Ægi yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Dimitrije Cokic endurtók þann leik með því að skora annað mark Ægis í uppbótartíma seinni hálfleiks.

Lokatölur 2-0 og Ægir er í 3. sæti deildarinnar með 33 stig og á ennþá tölfræðilegan möguleika á 2. sætinu, en þeir þurfa þá að vinna sína leiki og treysta á hrun hjá Þrótti Reykjavík á sama tíma, en Þróttur er í 2. sæti með 9 stiga forskot.

Fyrri greinUnnur Þöll endurkjörin formaður SUF
Næsta greinHans Þór stigahæsti knapi sumarsins