Ægismenn réttu kúrsinn

Ágúst Karel Magnússon. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Eftir skell gegn toppliði Njarðvíkur í síðustu umferð mættu Ægismenn vel stemmdir til leiks gegn Hetti/Huginn í 2. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur á Þorlákshafnarvelli urðu 2-0.

Ágúst Karel Magnússon hélt áfram að skora fyrir Ægi en hann kom þeim yfir á 20. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Milos Djordjevic bætti við öðru marki um miðjan seinni hálfleikinn og þar við sat.

Ægir er nú í 3. sæti deildarinnar með 22 stig, jafnmörg stig og Þróttur sem er í 2. sætinu. Njarðvík situr á toppnum með 25 stig.

Fyrri greinFjórða tap Hamars í röð
Næsta greinDramatík í Suðurlandsslagnum