Ægismenn komu til baka

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir og Þróttur skildu jöfn, 2-2, í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld á Þorlákshafnarvelli.

Ægir lenti 0-2 undir í leiknum, Þróttarar komust yfir á 8. mínútu en í kjölfarið tóku Ægismenn leikinn í sínar hendur og voru óheppnir að skora ekki. Þróttarar bættu hins vegar við, gegn gangi leiksins, á 35. mínútu og staðan orðin 0-2.

Ægismenn gáfust ekki upp. Atli Rafn Guðbjartsson skallaði boltann í netið uppúr hornspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks og um miðjan seinni hálfleikinn jafnaði Brynjólfur Þór Eyþórsson eftir góðan undirbúning Cristofer Rolin.

Sigurmarkið lá í loftinu en bæði lið áttu góðar sóknir á lokakaflanum. Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og liðin skiptu með sér stigunum.

Ægir er enn í botnsæti deildarinnar, nú með 8 stig eins og Njarðvík, fimm stigum frá öruggu sæti.

Fyrri greinSnæfríður synti á glæsilegu Íslandsmeti
Næsta greinSigurmark í uppbótartíma í Suðurlandsslagnum