Ægismenn í toppmálum

Cristofer Rolin skoraði fjögur mörk í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir vann öruggan sigur á erfiðum útivelli þegar liðið mætti Einherja í 3. deild karla í knattspyrnu á Vopnafirði í dag.

Cristofer Rolin skoraði bæði mörk Ægis, það fyrra í uppbótartíma fyrri hálfleiks og það síðara í upphafi seinni hálfleiks. Lokatölur 0-2 og Ægismenn lyfta sér upp í 2. sæti deildarinnar með 16 stig. Einherji er hins vegar í 9. sæti með 7 stig.

Fyrri greinSigurður Ingi með 96% atkvæða – Silja hafnar 3. sætinu
Næsta greinAlexander áfram á Selfossi