Ægismenn á skotskónum

Cristofer Rolin skoraði fjögur mörk í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægismenn komu sterkir til leiks í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í kvöld. Þeir heimsóttu Augnablik, lærisveina Eiríks Raphael Elvy, í Fífuna í Kópavogi og sigruðu 6-2.

Cristofer Rolin fagnaði nýjum samningi við Ægi með því að skora þrennu í kvöld. Hann kom liðinu yfir á 9. mínútu og Brynjólfur Þór Eyþórsson tvöfaldaði forystuna á 25. mínútu. Augnablik minnkaði muninn skömmu síðar og staðan var 2-1 í hálfleik.

Markaveislan hófst fyrir alvöru í seinni hálfleiknum. Gunnar Óli Björgvinsson skoraði þriðja mark Ægis á 58. mínútu en Augnablik minnkaði muninn í 3-2 tveimur mínútum síðar. Þá var aftur komið að Rolin sem skoraði tvö mörk á þriggja mínútna kafla og Gunnar Óli bætti sjötta marki Ægis við þegar rúmt korter var eftir. Fleiri urðu mörkin ekki og Ægir fagnaði 6-2 sigri.

Fyrri greinSelfyssingar sterkir í seinni hálfleik
Næsta greinViðvaranir uppfærðar í appelsínugult