Ægir úr leik í neðrideildabikarnum

Aron Daníel Arnalds skoraði af vítapunktinum í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægismenn heimsóttu KFG í Garðabæinn í kvöld í 16-liða úrslitum fotbolti.net bikarsins, bikarkeppni neðrideildaliða.

KFG komst yfir strax á 4. mínútu leiksins og staðan var 1-0 í leikhléi. Byrjunin á seinni hálfleik var svo afleit hjá Ægismönnum, sem fengu á sig tvö mörk á fyrstu fimm mínútunum. Það fyrra kom úr vítaspyrnu sem dómarinn lét endurtaka eftir að Andri Þór Grétarsson varði fyrri spyrnuna en aðstoðardómarinn taldi að hann hefði verið kominn af marklínunni.

Í stöðunni 3-0 hresstist Ægisliðið hresstist eftir það. Aron Daníel Arnalds minnkaði muninn á 60. mínútu og fjórum mínútum fyrir leikslok skoraði KFG sjálfsmark og staðan orðin 3-2. Ægir gerði áhlaup á lokamínútunum en tókst ekki að jafna og leiknum lauk með sigri KFG.

Fyrri greinÁrborg teflir fram nýjum þjónustusamningi
Næsta greinDramatík í uppbótartímanum