Ægir úr leik í bikarnum

Ásgrímur Þór Bjarnason skoraði þrennu fyrir Ægi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir féll úr keppni í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu þegar liðið mætti Þrótti Reykjavík á Þorlákshafnarvelli í kvöld.

Leikurinn var markalaus allt þar til á 57. mínútu en þá skoruðu Þróttarar þrívegis á átta mínútna kafla. Þeir innsigluðu sigurinn svo með fjórða markinu á 80. mínútu og þar við sat, 0-4.

Fyrri greinNý slökkvistöð gjörbyltir aðstöðu Brunavarna Rangárvallasýslu
Næsta greinÓtrúlegur sigur í framlengdum leik