Ægir sótti stig á Krókinn

Brynjólfur Þór Eyþórsson skoraði mark Ægis. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir sótti dýrmætt stig norður á Sauðárkrók í 2. deild karla í knattspyrnu í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Tindastól.

Fyrri hálfleikur var markalaus en Brynjólfur Þór Eyþórsson kom Ægi yfir á 57. mínútu. Forysta Ægis varði ekki nema í sex mínútur því Tindastóll jafnaði á 63. mínútu og þar við sat, þrátt fyrir góðar sóknir beggja liða.

Ægir er í 9. sæti deildarinnar með 17 stig en Tindastóll er í 5. sæti með 21 stig. Næsti leikur Ölfusinga er á heimavelli á þriðjudag, gegn toppliði Reynis Sandgerði.