Ægir sígur niður töfluna

Ægismenn eru að síga niður stigatöfluna í 3. deild karla í knattspyrnu en í gærkvöldi töpuðu þeir fyrir Elliða á útivelli.

Lokatölur leiksins urðu 1-0 en Elliði skoraði markið undir lok fyrri hálfleiks.

Baráttan í 3. deildinni er mikil, svo að segja frá 3. sæti og niður úr. Ægismenn hafa náð í þrjú stig í síðustu fimm leikjum og sitja nú í 9. sæti deildarinnar með 16 stig, þremur stigum frá fallsæti.